Skip to content

Svampklútar 5 stk

1.650 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Nýtt frá Oceansaver!

100% plastlausir og lífniðurbrjótanlegir svamphreinsiklútar.

Þessir frábæru svampklútar eru framleiddir úr sellulósa og bómul sem þýðir að þeir eru að fullu niðurbrjótanlegir þegar líftíma þeirra líkur, jafnvel í heimamoltunni!

Þeir þrífa mjög vel og svo má líka þvo þá í þvottavélinni.

Hver svampklútur getur dregið í sig allt að tuttugufaldri (20x) eigin þyngd af vatni og svo henta þeir þrusuvel með öllum hreinsihylkjunum frá Oceansaver.

Svampklútarnir koma fimm saman í pakka. 

Afhverju svampklútar

  • Niðurbrjótanlegir og má setja í moltu! 
  • Endast í eðlilegri notkun í allt að 6 mánuði.
  • Má þvo í þvottavél við allt að 60°C eða t.d. efst í uppþvottavélinni!

Passið að klútarnir séu rakir áður en þið notið þá svo þeir virki sem best. 
Við mælum með því að skola þá vel og þurrka eftir hverja notkun svo klútarnir endist sem lengst.

Fjölbreyttir notkunarmöguleikar. Henta meðal annars á eldhús, baðherbergi eða hvar sem hægt er að hugsa sér. Klútarnir koma í mismunandi litum þannig auðvelt er að litaflokka þá eftir eigin hentugleika, t.a.m. eftir rými ( t.d. klósett/eldhús/þvottahús) eða yfirborði (t.d. vaskur/baðkar/klósettskál).