
Activated charcoal sápustykki
Þökk sé combóinu af activated charcoal, franska græna leirnum og tea tree olíum er þessi sápa frá Zero Waste Path FULLKOMIN fyrir olíukennda og blandaða húð.
Á meðan sápan djúphreinsar húðina mýkir hún hana í leiðinni og gefur henni raka.
Piparmintuolían frískar upp á húðina allann ársins hring og er hún líka frábær sem aftershave sápa fyrir alla!
Þessa sápu má nota á hendur, líkama og andlit!
Stykkorð um helstu eiginleika innihaldsefna
Ólífuolía: Mjög vökva- og rakagefandi og lokar ekki svitaholum.
Kókoshnetuolía: Stútfull af andoxunarefnum. Rakagefandi og dregst vel inn í hársekki sem minnkar bólgur.
Sheasmjör: Næringarríkt og rakagefandi. Fullkomið fyrir mjög þurra hú
Activated charcoal/ Virkjuð viðarkol: Dregur óvelkomnar olíur úr feitri og olíkenndri húð. Gefur raka og næringu. Minnkar svitaholur.
Franskur grænn leir: Fjarlægir óhreinindi, þéttir svitaholur, tónar húðina og minnkar bólgur í acne bólugrafinni húð.
Glycerin: Kemur náttúrulega fram í sápum þar sem það er aukaafurð sápunar. Hefur rakagefandi eiginleika.
5% ofurfita: 5% af olíunum í sápunni eru "ósápaðar" sem gerir hana mun meira rakagefandi en hefðbundnar sápur.
Frekari upplýsingar
Þyngd: ~100g
Framleiðsla: Þessi vara var framleidd með 100% endurnýjanlegri orku!
Pakning: 100% endurunninn, óklóraður pappi. Endurvinnanlegur og/eða niðurbrjótanlegur.
Ég er 100% vegan og cruelty-free!
Þessi vara er handunnin frá upphafi og gæti því verið að útlit, þyngd eða lykt sé örlítið breytileg.