
Þessi NÆRINGAR bomba hentar sérstaklega fyrir þurrt eða skemmt hár og krullur virðast elska það! Takið samt eftir að allir mega nota það. <3
Því miður minnkar æðislegi kókosilmurinn í framleiðslu og er sjámpóstykkið því næstum lyktarlaust.
Stykkorð um helstu eiginleika innihaldsefna
Ólífuolía: Mjög vökva- og rakagefandi og lokar ekki svitaholum.
Kókoshnetuolía: Stútfull af andoxunarefnum. Rakagefandi og dregst vel inn í hársekki sem minnkar bólgur.
Kókoshnetumjólk: Gefur gljáa og þykkt hársins gott boosts um leið og hún styrkir hárið sjálft og leysir úr flækjum.
Castor olía: Mjög rakagefandi. Eykur gljáa.
Sæt möndluolía: Næringarrík og sérstaklega góð fyrir þurra og kláðakennda húð.
Jojoba olía: Rakadrjúg og virkilega góð í að vinna gegn skemmdum.
Kakósmjör: Mjög rakagefandi og nærandi.
Glycerin: Kemur náttúrulega fram í sápum þar sem það er aukaafurð sápunar. Hefur rakagefandi eiginleika.
5% ofurfita: 5% af olíunum í sápunni eru "ósápaðar" sem gerir hana mun meira rakagefandi en hefðbundnar sápur.
Ég er 100% vegan og cruelty-free!
Þessi vara er handunninn frá upphafi og gæti verið að útlit, þyngd eða lykt sé breytileg.