
Frábær sápa fyrir þá sem geta ekki fengið nóg af lavender. Sápan inniheldur lavender sem gerir hana að góðum skrúbb.
Stykkorð um helstu eiginleika innihaldsefna
Ólífuolía: Mjög vökva- og rakagefandi og lokar ekki svitaholum.
Kókoshnetuolía: Stútfull af andoxunarefnum. Rakagefandi og dregst vel inn í hársekki sem minnkar bólgur.
Sheasmjör: Næringarríkt og rakagefandi. Fullkomið fyrir mjög þurra húð.
Castorolía: Fitusýrurnar í þessari olíu hafa þá eiginleika að ýta undir vöxt heilbrigðra húðvefja. Er því frábær til að jafna húðtóna.
Glycerin: Kemur náttúrulega fram í sápum þar sem það er aukaafurð sápunar. Hefur rakagefandi eiginleika.
5% ofurfita: 5% af olíunum í sápunni eru "ósápaðar" sem gerir hana mun meira rakagefandi en hefðbundnar sápur.
Frekari upplýsingar
Þyngd: ~100g
Framleiðsla: Þessi vara var framleidd með 100% endurnýjanlegri orku!
Pakkning: 100% endurunninn, óklóraður pappi. Endurvinnanlegur og/eða niðurbrjótanlegur.
Ég er 100% vegan og cruelty-free!
Þessi vara er handunnin frá upphafi og gæti því verið að útlit, þyngd eða lykt sé örlítið breytileg.