Skip to content

Matar og frystipokar

420 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Lífrænu matar og frystitpokarnir frá Maistic koma í fjórum gerðum: 2 lítra, 4 lítra, 8 lítra og 30 lítra.

2, 4 og 8 lítra pokarnir eru allir sérstaklega hannaðir með matvælageymslu í huga og þola því frost þrátt fyrir að vera 100% lífniðurbrjótanlegir (biodegradable) og plastlausir. 

30 lítra pokarnir eru hugsaðir sem lífrænn og niðurbrjótanlegur valkostur við venjulega ruslapoka auk þess að vera mun slitsterkari en hefðbundnir niðurbrjótanlegir pokar.

Framleiðendur pokanna hafa tekið sjálfbærni á annað stig með því að innlima plöntuúrgang í framleiðsluna sem annars hefði verið meðhöndlað sem sorp til brennslu.

Pokarnir hafa verið vottaðir sem lífniðurbrjótanlegir (biodegradable) til moltunar og henta hvort heldur sem er í litlar einingar heima fyrir eða í stórar sorpstöðvar. Þar sem grunneining pokanna er plöntuúrgangur þá brotna þeir niður í lífræna næringu í stað þess að skaða eiginleika moltunnar.