Skip to content

Birch tar fljótandi sápa 500ml

2.950 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Þessi náttúrulega, þykka fljótandi sápa freyðir einstaklega vel og veitir djúphreinsun fyrir allan líkamann. Viðbætt birki tjara gerir hana að frábæru vali fyrir þá sem glíma við einkenni ýmissa húðsjúkdóma eins og t.d. acne og exem.

Fljótandi útgáfan af tar sápunni frá Four Starlings er okkar leið til að sýna umhyggju fyrir þeim sem þjást af húðvandamálum og kunna að meta gagnlega eiginleika tjörunar en kjósa frekar fljótandi sápu en sápustykki. Margir kjósa fljótandi formúlu þar sem hún er þægilegri í notkun, jafnvel fyrir hársvörðinn.

Brikitjara (e. birch tar) hefur lengi verið notuð í snyrtivörur og húðvörur vegna einstakra eiginleika sem hafa jákvæð áhrif á húðina. Hún er unnin úr börk birkitrjáa og er rík af náttúrulegum efnasamböndum eins og fenólum og guajakólum, sem hafa bólgueyðandi og sótthreinsandi áhrif.

Kostir brikitjaru í sápum og húðvörum

Sótthreinsandi eiginleikar: Brikitjara hjálpar til við að hreinsa húðina og fjarlægja bakteríur og óhreinindi. Þetta gerir hana sérstaklega gagnlega fyrir húðvandamál eins og bólur, exem, psoriasis

Bólgueyðandi áhrif: Hún róar húðina og dregur úr roða, kláða og bólgum. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem þjást af exemi, ofnæmi eða öðrum húðertingum.

Endurnýjun húðarinnar: Brikitjara getur hjálpað til við að örva húðflögnun, sem gerir húðinni kleift að endurnýja sig hraðar og stuðlar að heilbrigðara yfirbragði.

Olíustjórnun: Hún er gagnleg fyrir feita húð þar sem hún getur hjálpað til við að jafna fituframleiðslu í húðinni án þess að þurrka hana of mikið.

Sveppadrepandi og bakteríudrepandi eiginleikar: Brikitjara er áhrifarík gegn sveppum og sýkingum, sem gerir hana gagnlega fyrir þá sem þjást af húðsveppum eða sýkingum í húðfellingum.

Sár og húðertingar: Hún hefur verið notuð í aldir til að hjálpa við græðslu á litlum sárum, sprungnum húðsvæðum og öðrum húðskemmdum.

500ml

Innihaldsefni:

Glycerin, Potassium Cocoate, Aqua, Cocamidopropyl Betaine, Potassium Olivate, Decyl Glucoside, Betula Alba Wood Tar, Sodium Chloride.