Skip to content

Þvottaegg

2.190 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Þvottaboltinn frá Ecoegg þvær föt án allra skaðlegra efna sem er bæði gott fyrir þau sem eru með viðkvæma húð og minnkar líka umfang eiturefna sem annars yrði skolað út í umhverfið.

Með þvottaboltanum getið þið látið mýkingarefni heyra sögunni til.

Við mælum með því að þvottavélin sé fyrst þrifin með detoxtöflunum frá Ecoegg til að skola burt leyfar af þvotta- og mýkingarefnum.
Síðan er stærri helmingur eggsins fylltur með báðum steinefnakúlunum, egginu lokað og því einfaldlega komið fyrir efst í þvottavélinni.
Steinefnakúlurnar vinna saman í vatninu, draga óhreinindi úr fötunum og mýkja þvottinn án nokkurra skaðlegra efna. Þær innihalda engin efni úr jarðolíu, ensímum, klór, fosfati, parabenum, SLS/SLES, pálmaolíu, örplasti og eru 100% vegan.

Þvottaboltana má nota við handþvott en þá er hann einfaldlega látinn liggja í þvottavatninu í 5-10 mínútur áður en handþvottur hefst.

Hentar fyrir þvott frá 15-60°.