Skip to content

Þvottasódi 750gr

Uppselt/væntanlegt
990 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Þvottasódi er fjölþætt og öflugt hreinsiefni fyrir yfirborðsfleti og gólf á heimilinu ásamt þvotti. Kristallarnir/sódinn sem eru vatnsleysanlegur, hreinsar, fjarlægir lykt, leysir upp fitu og gerir sýru hlutlausa.

Hægt að nota til að:

  • Fjarlægja fitu
  • Þrífa mjög óhreint yfirborð og gólf
  • Hreinsa stífluð rör
  • Árangursríkt á bletti í fatnaði
  • Eykur áhrif þvottaefnis
  • Fjarlægir kalk
  • Upprætir lykt
  • Þrífa klósettskálar, baðkör og vaska

Þvottasódi er sérstaklega áhrifaríkur til að fjarlægja fitu, þrífa mjög óhrein yfirborð og gólf og losa stíflur í rörum og niðurföllum. Mýkingareiginleiki þess eykur skilvirkni hreinsiefna í þvottarefni og uppþvottarefni.

Framleitt í Bretlandi

750 gr.

Plastlausar og endurlokanlegar umbúðir úr kraftpappír með filmu að innan úr plöntumiðuðu efni. Jarðgerist í heimamoltu.

Varúð: Geymið þar sem börn ná ekki til. Notið hanska. Ef efnið berst í augu, skolið vel með vatni. Fjarlægið linsur ef notaðar. Þvoið hendur vandlega eftir notkun.

Notkun.
Eldhúsfletir eins og helluborð, ruslafötur, ofn, ísskápur. Leysið 200 gr. af þvottasóda upp í 500 ml. af vatni. Spreyjaðu eða strjúktu yfir flötinn með lausninni. Látið liggja á erfiðum blettum í eina til tvær mínútur og þurrkaðu síðan af með hreinum klút. NOTIST EKKI Á ÁLFLETI.
Feitar pönnur. Leysið 200 gr. af þvottasóda upp í 500 ml. af vatni. Látið pönnuna liggja í leginum í nokkrar klukkustundir og þurrkið af.
Þvottavélar: Þvoðu tóma vél á heitu prógrammi. Settu 500-750gr. af þvottasóda í þvottaefnishólfið.
Til að auka áhrif þvottaefnis er mælt með að setja tvær matskeiðar með þvottaefninu í þvottaefnishólfið.
Klósettþrif: Setjið um 300 gr. í skálina og í vatnið og látið liggja yfir nótt. Eyðir lykt og kalki. Skolið.
Stífluð rör: Hellið einum bolla af sódanum í niðurfall og skolið niður með heitu vatni.