Mintasy er sjampókubbur sem hentar fyrir venjulegt og þurrt hár og hár sem þarfnast viðgerðar. Mintasy inniheldur lífræna kókosolíu, kakósmjör og hreinsandi piparmyntu. Sjampóið hreinsar á mildan hátt og mýkir hárið án þess að þyngja það.
Ethique sjampókubbar innihalda ekki sápu og henta þess vegna öllu hári, líka lituðu.
Hentar:
- Öllum gerðum hárs, en sérstaklega venjulegu og þurru hári
- Bæði lituðu og ólituðu hári
Ávinningur:
- Hreinsar hárið á mildan hátt
- 100% Sápulaus og hefur því ekki áhrif á PH-gildi hársins