Skip to content

Laxerolía 100 ml lífræn (castor oil)

2.190 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Hárolía með rósmarín og möndlu.

Örvandi og nærandi hárolía sem nærir hársekkina, styrkir hárið og viðheldur heilbrigðum hársverði.  Bættu útlit hársins með þessari einföldu en samt öflugu formúlu með virka innihaldsefni rósmaríns til að örva hársekki og E-vítamín sem er öflugt andoxunarefni til að styrkja og næra hársvörð.

100% náttúruleg meðferð fyrir hárið sem stuðlar að auknum hárvexti og heilbrigðara hári. Hentar öllum hártýpum og er vegan.

Nuddaðu hárolíunnni beint í hársvörðinn og síðan má greiða olíuna niður hárið.  Best er að gera þetta daginn fyrir hárþvott eða alla vega nokkrum klukkutímum áður en hárið er þvegið til að fá sem mesta virkni.

Hárolíuna má nota einu sinni til tvisvar  í viku, jafnvel oftar eftir þörfum til að viðhalda fallegu og gróskumiklu hári.

Innihald:

Sæt möndluolía (Prunus amygdalus dulcis), Sólblómaolía (Helianthus annuus), Rósmarín ilmkjarnaolía (Rosmarinus officinalis), E-vítamín olía (Tocopherol), Limonene, Linalool.

Hvað gera innihaldsefnin fyrir þig?

Rósmarín ilmkjarnaolía:  Inniheldur andoxunarefni og er samandragandi, hefur örvandi áhrif á hársekkinn og stuðlar þannig að endurnýjun. Hún inniheldur einnig carnosic sýru sem ýtir undir endurnýjun frumna og betra blóðflæði. Ilmurinn er upplífgandi og hefur líka góð áhrif á minnið!

Sæt möndluolía:  Þessi próteinríka olía er stútfull af B-vítamíni m.a. B3 og B9, svo sannarlega góð næring til að þykkja, styrkja og styðja við góðan hárvöxt. Möndluolían er rakagefandi og frábær meðferð við þurrki í hársverði.

Sólblómaolía:  Ein af mest róandi og verndandi olíum sem völ er á, róar hársvörð og dregur úr bólgum og bætir þannig heilbrigði hársvarðarins. Sólblómaolían inniheldur mikið af E-vítamíni sem nærir og hjálpar til við að örva endurnýjun ásamt því að gefa hárinu fallegan gljáa.

E-vítamín:  Öflugt andoxunarefni sem bætir mýkt og áferð hársins og hjálpar til við að minnka líkur á því að hárið brotni og skemmist.

Varúð:

Geymið þar sem börn ná ekki til. Aðeins ætlað til útvortis notkunar. Ef efnið berst í augu skolið strax vel með volgu vatni og passið að nudda ekki augun.

Framleitt og pakkað í Bretlandi í glerflösku með pípettu.