Skip to content

Sykurskrúbbur - Jarðaber & verbana

3.900 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Jarðaberja og Verbena sykurskrúbburin er fullkominn fyrir þá sem geta ekki hugsað sér sturtu eða heilsulindarrútínu án alvöru nudds og hreinsunar, allt á meðan loftið fyllist ilminum af jarðaberjum og verbena. Litlar sykuragnir og jarðaberjafræ sjá um að fjarlægja dauðar húðfrumur á áhrifaríkan hátt. Með reglulegri notkun eykur skrúbburinn örblóðrásina og stuðlar að betri stinnleika og teygjanleika húðarinnar.

Ilminum má líkja við jarpaberja sorbet og það mætti segja að þetta sé eins og desert fyrir húðina sem gefur frá sér dásamlega, sætan og ferskan ilm. Samblandan af sykurögnunum, jarðaberjafræjum og möluðum valhnetuskeljum er fullkomin til að skrúbba, hreinsa og auka stinnleika húðarinnar. Skrúbburin er bygður á mýkjandi blöndu úr shea smjöri, möndlum, sólblómum, jojoba, jarðaberjum, argan olíum og candelilla vaxi. svo það eru góðar líkur á því að þú þurfir ekki að bera á þig líkamskremi eftir að þú notar þennan skrúbb.

250ml

Notkun:

Setjið skrúbbinn í lófan með spaðanum sem fylgir með. Passið að vatn fari ekki í krukkuna! Nuddið skrúbbnum á húðina með hringlaga hreyfingum og skolið með volgu vatni. Notið einu sinni til tvisvar í viku. Má ekki nota á andlitið.

Innihald:

ATH: inniheldur valnhnetuskeljar, möndluolíu og arganolíu sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Sucrose, Butyrospermum Parkii Butter, Prunus Amygdalus Dulcis Oil, Simmondsia Chinensis Seed Oil, Fragaria Vesca Seed, Kaolin, Illite, Litsea Cubeba Fruit Oil, Glycerin, Helianthus Annuus Seed Oil, Juglans Regia Seed, Fragaria Ananassa Seed Oil, Euphorbia Cerifera Wax, Argania Spinosa Kernel Oil, Vanilla Planifolia Fruit Oil, Ultramarines, Tocopherol, Citral*, Limonene*, Citronellol*, Geraniol*, Linalool*.

*Efnasambönd úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum.