Svitakremið er lang vinsælasta varan frá Awake Organics og má segja að kremið hafi slegið í gegn. Margverðlaunaður svitalyktareyðir sem er hreinn, náttúrulegur og virkar!
Svitakremið frá Awake organics er gert úr náttúrulegum efnum og inniheldur ekkert ál, engin paraben, súlföt, þalöt eða efni unnin úr jarðolíu.
Engin rotvarnarefni eru í kreminu. Því er mælt með að geyma kremið á dimmum og köldum stað og nota hreinar hendur eða litla tréspaðann sem fylgir með. Þá á svitakremið að endast í 6-12 mánuði eftir að krukkan er opnuð.
Kremið er ekki prófað á dýrum.
Helstu innihaldsefnin eru:
Leirefni, matarsódi og “arrowroot” hjálpa til við að halda húðinni undir höndunum þurri.
Blanda af fjórum lífrænum ilmkjarnaolíum (sítrónugrasi, lavender, rósmarín og piparmyntu) gefur mildan og þægilegan ilm, hefur róandi áhrif á húðina undir höndunum og minnkar svitalykt.
Blanda af kaldpressuðum kókos-, ólífuolíum og býflugnavaxi gerir það að verkum að auðvelt er að bera kremið á og það smýgur fljótt og vel inn í húðina.
Inniheldur 50 gr.