Steiney er maski sem jafnar húðina, örvar efnaskipti fruma, styrkir vefi og dregur úr áhrifum öldrunar.
Steiney fjarlægir dauðar húðfrumur, eiturefni og óhreinindi sem auðveldar upptöku á næringarefnum og raka inn í húðina. Maskinn inniheldur steinefnaríkan leir úr Eyjafjallajökli og handtínt villt íslenskt birki sem nærir húðina og stuðlar að náttúrulegu jafnvægi hennar.
60 ml
Notkun:
Blandið saman ½ teskeið af steinEY maska og ½ teskeið af vatni í lítið ílát. Berið steinEY maskann á hreina húð og notið fingurgómana til að þekja andlitið (og hálsinn) gætilega. Látið maskann vera á andlitinu í 10 mínútur þar til hann er þurr og grár. Hreinsið vandlega með volgu vatni og þerrið.