Skip to content

Curliosity hárænæring & Co-wash

3.690 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Krulluhetjan okkar! Curliosity Conditioner & co-wash er umhverfisvæn krulluhárnæring í föstu formi sem er samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Næringin inniheldur blöndu rakagefandi efna eins og jójóbaolíu, shea- og kakósmjör sem mýkja, næra og greiða úr krullunum.

Ertu meira fyrir co-wash? Næringin inniheldur einnig laxerolíu svo hún hreinsar á einstaklega mildan hátt án þess að þurrka hárið. Hún virkar einnig sem leave-in næring ef hárið skortir enn meiri raka.

Þú finnur engin sílikon, vax eða þurrkandi alkóhól í þessum netta kubb – bara mild og vel ilmandi efni sem hreinsa og næra hárið án þess að þyngja það.

Þessi magnaði kubbur jafnast á við 9 x 350 ml brúsa af hefðbundinni, fljótandi næringu.

Notkun:

  • Renndu Curliosity kubbnum niður blautt hárið 4-5 sinnum
  • Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu næringunni í hárið
  • Leyfðu næringunni að bíða í hárinu í 1-2 mínútur áður en þú skolar hana úr
  • Ef þú vilt nota Curliosity sem Co-wash skaltu nudda kubbnum vel í rótina og skola síðan vel. Við mælum þó með að nota freyðandi sjampó eins og Professor Curl með 3-4 vikna millibili til þess að minnka hættuna á sveppasýkingu.