Bambus eyrnapinnarnir frá Hestia eru umhverfisvænn kostur til að skipta út gömlu plastpinnunum. Þeir eru búnir til úr bambus og bómul og eru því
100% niðurbrjótanlegir í náttúrinni.
Pinnarnir eru gæðalegir og sterkir en í hverjum pakka eru 100 stykki.
Afhverju að skipta yfir í bambus eyrnapinna?
- Plast eyðist mjög hægt í náttúrunni með tilheyrandi uppsöfnun á rusli, plastögnum og eiturefnum.
- Bambus brotnar í samanburði mjög hratt niður í náttúrunni en er einnig mjög sjálfbær í ræktun. Með réttri förgun eiga pinnarnir að brotna niður á undir sex mánuðum, t.d. úti í moltutunnu eða bara ofan í blómapottinum!
- Með því að taka meðvitaða ákvörðun um að velja bambus þá getum við saman minnkað ósjálfbæra plastnotkun, einn eyrnapinna í einu.