Skip to content

High waist seamless - Mikil rakadrægni

5.190 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

 

FLUX túrnærbuxur henta bæði fyrir blæðingar og áreynsluþvagleka. FLUX High Waist Seamless fyrir miklar blæðingar halda upp í 8 tíma, þær halda sama magni og 4 túrtappar eða um 20 - 25 ml.

Þessi nýja lína frá Flux er framleidd úr afgangsefni sem fram að þessu hefur verið hent og eru því enn betri fyrir umhverfið. Rakadræga efnið er í nokkrum lögum, úr PUL og bómullarefnum. Öll efnin eru OEKO-Tex vottuð.

Breska fyrirtækið FLUX framleiðir túrvörur með ábyrgum hætti fyrir fólk og fyrir umhverfið.

Af hverju FLUX túrnærbuxur?
– Margnota. Þær koma í stað einnota túrvara s.s. tappa og binda
– Góðar fyrir budduna til lengri tíma

Efni, umbúðir og framleiðsla
– Halda samasem 4 túrtöppum / 20 - 25 ml
–  Efni: Buxurnar eru úr 95% bómull og 5% Elastane.  Rakadræg lög: blanda af PUL og bómullarefnum, öll efni eru OEKO-Tex vottuð
– Án ilmefna og parabena
– Vegan og Cruelty Free
– Framleiddar með ábyrgum hætti

Notkun og umhirða
– Skolið eftir notkun með köldu, þvoið í þvottavél á 30 - 40°, hengið til þerris
– Ekki nota mýkingarefni eða þurrkara, það getur skemmt rakadræga lagið