Skip to content

Eggjalíki lífrænt 20gr

490 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Langar þig í pönnukökur eða annað bakkelsi en getur eða vilt ekki nota egg? Þá erum við með lausnina fyrir þig, lífrænn glútenlaus og vegan eggja staðgengill sem gerður er úr lúpínumjöli.

Hvernig gerum við þetta?  
5 gr af eggjalíki og 50 ml af kolsýrðu vatni gera eitt egg.
Þú blandar einfaldlega eggjalíkinu og kolsýrðu vatni saman, bætir svo öðrum fljótandi innihaldsefnum út í þeytir allt saman þangað til það freyðir og bætir síðan restinni af hráefnunum út í.

Einn poki jafngildir fjórum eggjum.

Athugið að þetta er eingöngu til að nota í bakstur og matargerð en ekki til að útbúa hrærð eða steikt egg.
Geymist á þurrum og köldum stað fjarri sólarljósi.

Innihald:
Lúpínumjöl*, maísmjöl*, guar gum*, fitulaust hörfræmjöl*, fitulaust sólblómamjöl*.
*Lífræn ræktun.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 1463 kJ/ 349 kcal
Fita: 8,3 g - Þar af mettaðar: 1,1 g
Kolvetni: 30 g
Trefjar: 24 g
Prótein: 27 g
Salt: 0,1 g

Athugið, varan getur innihaldið snefil af sinnepi

20 gr.
Umbúðir: Pappírspoki.
Framleitt í Hollandi.