Skip to content

Epsom salt 750gr

1.190 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

100% náttúrulegt steinefnasalt sem hjálpar til við að slaka á þreyttum og aumum vöðvum. Hentar mjög vel til notkunar eftir íþróttir og æfingar og eru frábær leið til að hjálpa líkamanum við hreinsun, örva vöðvaslökun og hjálpa til við bata. Epsom salt má nota á marga vegu og m.a.

  • Í afslappandi böð
  • Létta á aumum vöðvum
  • Í fótaböð
  • Húðhreinsun
  • Andlitshreinsun

Leiðbeiningar:
Í afslappandi bað: Settu 3-4 lófa af Epsom salti í baðvatnið og leyfðu líkamanum að slaka á í vatninu í að minnsta kosti 20 mín.
Fótabað: Settu 2 lófa af Epsom salti í bala með volgu vatni og farðu í tásubað í amk. 10 mínútur.
Húðhreinsun: Blandaðu saman einni matskeið af ólífuolíu og Epsom salti og nuddaðu þessu yfir raka húðina og skolaðu síðan vandlega. Þetta hreinsar dauðar húðfrumur og mýkir húðina. Þetta er gott að gera í sturtu en farið varlega því olían verður til þess að sturtubotninn verður háll.
Andlitshreinsun: Blandið ½ tsk. af Epsom salti við hreinsikrem og nuddið síðan á andlitið. Skolaðu af með köldu vatni og þurrkaðu húðina. Þetta hjálpar m.a. til við að hreinsa svitaholurnar í andlitinu. Eins má setja 2-3 tsk. af Epsom salti í 250 ml. í volgt vatn. Bleytið klút í blöndunni og leggið yfir andlitið, eða hluta þess í nokkrar mínútur í senn, allt nema augun. Skolið andlitið með volgu vatni til að hreinsa allt salt af andlitinu og úr húðinni.

Innihald: Magnesíumsúlfat
750 gr.

  • Framleitt í ESB
  • Plastlausar og endurlokanlegar umbúðir úr kraftpappír með filmu að innan úr plöntumiðuðu efni. Jarðgerist í heimamoltu.
  • Vegan