Skip to content

Konjac svampur

1.395 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Konjak svampur er hentugur til daglegrar húðhreinsunar. Áhrif hans koma á óvart en þar sameinast skilvirkni skrúbbhanskans og léttleika bambusblómsins.

Japanskar konur hafa notað konjak svampinn í yfir 1500 ár til að hreinsa andlitið á meðan Kóreubúar nota hann til að þrífa börn.

Með reglulegri notkun getur hann jafnvel komið í veg fyrir bólumyndun.

Innihald:

Konjak svampurinn er búin til úr konjaks rót sem lítur út eins og risastór kartafla og er hann uppskorin á meða blóm plöntunnar ilma. Rótin er síðan möluð í fínt duft. Duftið er blandað með vatni, sett í ofn og svampurinn er tilbúin.

Í svampinn þarf aðeins tvö innihaldsefni; konjaks duft og vatn.

Þyngd: 

Notkun
Bleytið svampinn með vatni þannig að hann bólgni út og verði mjúkur. Líkt og aðrir svampar þornar hann og harðnar í þurru en endurheimtir sína upphaflegu mynd þegar hann er bleyttur aftur.

Nuddaðu húðina varlega með svampinum og notið tækifærið til að njóta slakandi andlitsnuddsins um leið. Skolið svampinn með vatni eftir notkun til að hreinsa burt óhreinindi sem í honum kunna að vera og látið þorna.

Þú getur einnig notað rósavatn eða þínar hefðbundnu vörur með svampinum. Það er reyndar ekki algilt, en aðrar vörur skaða ekki svampinn og góð skolun eftir notkun á að duga.

Geymsla

Best er að láta svampinn þorna á milli notkunnar en það getur tekið einhvern tíma og fer vitaskuld eftir rakastigi á baðherberginu þínu. Þú getur hengt hann upp, þökk sé bómullarspottanum í svampinum. 

Umhverfisáhrif:
Líftími hvers svamps er u.þ.b þrír mánuðir en fer eftir notkun. Eftir það fer hann að molna. Þá er lag að setja hann í moltukassann.

Svamparnir koma þurrir í endurvinnanlegum pappaöskjum. Nóg er að setja þá í vatn í örfáar sekúndur til að fá þá aftur mjúka og tilbúna til notkunnar.

Pappaaskjan er 100% endurvinnanleg.