Skip to content

Náttúrulegt klór bleikiefni 750 gr

1.570 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Náttúrulegt bleikiefni (percarbonate of soda) er öruggur og óeitraður niðurbrjótanlegur valkostur í stað klórs. Þegar efnið leysist upp í vatni losar það súerfni sem virkar sem öflugur blettahreinsir, sótthreinsir og lyktareyðandi efni. Efnið brotnar niður í súrefni, vatn og natríumkarbónat (þvottasóda)

Þetta kraftaverkaefni skerpir liti og hvíttar og kemur um leið í veg fyrir að efni gulni. Hentar afskaplega vel á bletti úr lífrænum efnum eins og te og kaffi, ávaxtasafa, sósur, grasgrænu, blóð og rauðvín.

Efnið getur jafnframt leyst klór af hólmi á baðherberginu. Leysið upp í volgu vatni til að þrífa og sótthreinsa salerni, vaska og niðurföll. Svo má nota það til að þrífa og hvítta handlaugar og baðkör sem og til allra annara heimilsiþrifa með einföldum og öruggum hætti.

  • Framleitt í ESB
  • Plastlausar og endurlokanlegar umbúðir úr kraftpappír með filmu að innan úr plöntumiðuðu efni. Jarðgerist í heimamoltu.
  • Vegan

Geymsla.
Geymið í lokuðu íláti á köldum og þurrum stað.
Varúð - geymið þar sem börn ná ekki til.

Hugmyndir að notkun.

Sem blettahreinsir.
Settu 2-4 msk. í skál af volgu vatni og leggðu flíkina í áður en þú setur hana í vélina. Bættu svo við 2 msk. við þvottaduftið sem fer í vélina (4 msk. fyrir erfiða bletti). Skerpir á hvítum lit og eyðir lykt.

Sem almennur hreinsilögur og sótthreinsir.
Búðu til lausn úr 4 msk. af efninu og 1 ltr. af heitu vatni.
Snilld til að þrífa ofnin, ruslatunnur og salerni.

Lausnin notuð á við: Burstið viðinn með lausninni, bíðið í 10-15 mín. burstið þá aftur og skolið vel.
Lausnin notuð á stein: Berið lausnina á og skolið vel, sérstaklega af kalksteini og marmaraplötum ofl.
Við þrif á niðurfallinu í vaskinum. Setjið 2-3 msk. í niðurfallið og hellið sjóðandi vatni yfir. Bíðið í nokkrar mínútur og skolið.

Innihald: Natríumkarbónatperoxýhýdrat> 90% gert með vetnisperoxíð bættum sóda. (Náttúrulegum hráefni (salti, vatni, kalk)).