Nuud
Hefur þú einhvern tíma leitað að svitalyktaeyði sem virkar lengi, er án allra skaðlegra efna, og umhverfisvænn? Þá gæti Nuud verið lausnin fyrir þig. Nuud er byltingarkenndur svitalyktaeyðir sem notar einstaka tækni til að verjast lykt án þess koma í veg fyrir náttúrulega svitamyndun líkamanns
Hvernig virkar Nuud?
Nuud notar míkró silfuragnir til að vinna gegn bakteríum, sem eru aðalorsök svitalyktar. Það skemmtilega er að þetta þýðir að Nuud berst beint við rót vandans án þess að þurfa á sterkum ilmefnum eða skaðlegum efnum að halda. Með því að hindra bakteríuvöxt getur Nuud haldið lyktinni í burtu og handakrikunum ferskum í allt að 3-7 daga eftir hverja notkun, jafnvel þó þú farir í sturtu, sund eða líkamsrækt! Nýja stiftið frá Nuud veitir aðeins styttri vörn sem er 48 tímar en það eru samt 2 heilir sólarhringar, hversu geggjað?!
Hvers vegna velja Nuud?
-
Engin skaðleg efni: Nuud inniheldur ekkert ál, engin ilmefni, ekkert alkóhól og engin óljós efni. Þetta gerir Nuud að frábærum valkost fyrir þá sem eru með viðkvæma húð
-
Vegan og cruelty-free: Nuud er 100% vegan og aldrei prófaður á dýrum,
-
Langvarandi áhrif: Þú þarft aðeins að bera á þig magn sem samsvarar stærð baunar undir hvorn handarkrika, og virkni þess varir í allt að 3-7 daga! Þetta þýðir að hver túpa dugar þér í langan tíma.
-
Sjálfbærar umbúðir: Umbúðirnar eru gerðar úr sykurreyr og eru niðurbrjótanlegar. Þannig að með því að velja Nuud ertu að taka skref í átt að minni umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærni.
Hentar öllum
Nuud er líka frábær kostur fyrir unglinga sem eru að byrja að nota svitalyktaeyði. Þar sem hann inniheldur engin skaðleg efni og er einstaklega áhrifaríkur gegn svitalykt, getur það verið gott fyrir þá sem eru að leita að öruggum og áreiðanlegum valkosti.
Vistvænn lífsstíll með Nuud
Ef þú ert á leiðinni í átt að grænni og sjálfbærari lífsstíl, þá passar Nuud fullkomlega við það markmið. hann er fáránlega áhrifaríkur, hentar öllum aldri og er umhverfisvænn. Með því að velja Nuud ertu að gera húðinni þinni og jörðinni greiða.