Skip to content

Birch tar sjampóstykki

2.950 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

"Birch tar" sjampóstykkið er ómissandi fyrir alla sem glíma við psoriasis, mikla flösu eða exem í hársverði. Auk þess hefur það góða hreinsunar eiginlieka – Sjampóstykkið hjálpar ekki aðeins við að draga úr óþægindum vegna þessara kvilla, heldur virkar það einnig frábærlega á hárið – hreinsar það vel, gefur því lyftingu við rótina og gefur fallegan glans.

Þyngd 75gr

Hvernig á að nota sjampóstykkið

Bleyttu sjampóstykkið og nuddaði í lófanum til að mynda froðu síðan þværðu hárið og hársvörð eins og venjulega.

Brikitjara (e. birch tar) hefur lengi verið notuð í snyrtivörur og húðvörur vegna einstakra eiginleika sem hafa jákvæð áhrif á húðina. Hún er unnin úr börk birkitrjáa og er rík af náttúrulegum efnasamböndum eins og fenólum og guajakólum, sem hafa bólgueyðandi og sótthreinsandi áhrif.

Kostir brikitjaru í sápum og húðvörum

Sótthreinsandi eiginleikar: Brikitjara hjálpar til við að hreinsa húðina og fjarlægja bakteríur og óhreinindi. Þetta gerir hana sérstaklega gagnlega fyrir húðvandamál eins og bólur, exem, psoriasis

Bólgueyðandi áhrif: Hún róar húðina og dregur úr roða, kláða og bólgum. Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem þjást af exemi, ofnæmi eða öðrum húðertingum.

Endurnýjun húðarinnar: Brikitjara getur hjálpað til við að örva húðflögnun, sem gerir húðinni kleift að endurnýja sig hraðar og stuðlar að heilbrigðara yfirbragði.

Olíustjórnun: Hún er gagnleg fyrir feita húð þar sem hún getur hjálpað til við að jafna fituframleiðslu í húðinni án þess að þurrka hana of mikið.

Sveppadrepandi og bakteríudrepandi eiginleikar: Brikitjara er áhrifarík gegn sveppum og sýkingum, sem gerir hana gagnlega fyrir þá sem þjást af húðsveppum eða sýkingum í húðfellingum.

Sár og húðertingar: Hún hefur verið notuð í aldir til að hjálpa við græðslu á litlum sárum, sprungnum húðsvæðum og öðrum húðskemmdum.

Innihaldsefni:

Sodium Coco Sulfate, Caprylyl/ Capryl Glucoside, Sodium Cocoyl Isethionate, Butyrospermum Parkii Butter, Brassica Alcohol, Theobroma Cacao Seed Butter, Nigella Sativa Seed Oil, Persea Gratissima Oil, Inulin, Bis-(Isostearoyl/Oleoyl Isopropyl) Dimonium Methosulfate, Betula Alba Wood Tar, Bisabolol, Panthenol, Pinus Sylvestris Leaf Oil, Citrus Aurantium Bergamia Peel Oil , Xylitylglucoside, Anhydroxylitol, Xylitol, Behentrimonium Methosulfate, Cetearyl Alcohol, Kaolin, Tocopherol, Limonene*, Linalool*. 

*Efnasambönd úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum.