Castor oil 200ml
- Áætlaður afhendingar tími Nov 21 - Nov 25
-
Sendum frítt á næsta pósthús/póstbox ef verslað er fyrir 15.000kr
100% hrein og lífræn castor olía frá Indlandi
Þessi kaldpressaða, lífræna castor olía (laxerolía) er án hexans og full af náttúrulegum næringarefnum sem húð þín og hár eiga skilið. Hún er þekkt fyrir einstaka rakagefandi eiginleika sína og er sönn fjölnota perla í náttúrulegri fegrunarrútínu.
Castor olían læsir raka í húð og hári, róar og mýkir, og með háu innihaldi fitusýra hjálpar hún til við að seinka öldrunareinkennum, örvar kollagenframleiðslu og þannig getur castor olía stuðlað mýkri og unglegri húð. Hún hefur einnig bólgueyðandi, sveppa- og bakteríudrepandi eiginleika sem geta hjálpað til við að draga úr unglingabólum og sýkingum í hársverði.
Þessi olía er kjörin bæði í hreinu formi og sem grunnolía í DIY snyrtivörur, eins og sápur, andlitsolíur, hárvörur og baðbombur.
✨Hár og hársvörður: Örvar hársekkina, heldur hári og hársverði heilbrigðum
💧 Raki fyrir húð: Djúpnærandi, mýkir húðina og eykur mýkt
🌸 Ungleg húð: Hátt fitusýruinnihald örvar kollagenframleiðslu og seinkar öldrunareinkennum
🌿 Bólgueyðandi áhrif: Róar húðina, dregur úr roða og bólgum
💅 Heilbrigðar neglur: Styrkir naglabönd og brothættar neglur
Ein olía, óteljandi möguleikar fyrir húð, hár og neglur.
Innihaldsefni: Organic* ricinus communes (Castor) seed oil.