NORDBO Daily Liver Cleanse inniheldur alls 9 virk efni sem talin eru stuðla að bættri lifrarstarfsemi og detox. Lifrin gegnir mikilvægu hlutverki. Hún framleiðir efni sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar ásamt því að geyma vítamín og sjá um að hreinsa út eiturefni, sem hafa borist inn í líkamann. Lifrin er stærsta innra líffæri okkar og það er mikilvægt að við hlúum vel að henni.
Daily Liver Cleanse inniheldur Altilix™- jurtaþykkni úr ætiþistlablöðum, sem inniheldur mikið af andoxunarefnum og þá aðallega líffenóla og flavonóíða. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að Altilix™ getur minnkað fitumagnið í lifur. Sömu rannsóknir sýndu að Altilix™ var áhrifaríkara en mjólkurþistill, sem er algengt innihaldsefni í lifrarfæðubótarefnum.
Daily Liver Cleanse inniheldur einnig kólín, sem er líkt B -vítamíni og er talið stuðla að heilbrigðri lifrarstarfsemi og eðlilegu fituniðurbroti í lifur. Fituefnaskipti fela í sér að frjálsar fitusýrur eru teknar upp úr blóði til lifrar þar sem þær umbreytast eða flytjast áfram. Kólín ríkar fæðutegundir eru egg, lifur og hveitispírur svo dæmi sé tekið.
Auk Altilix™ og kólíns innihalda hylkin túnfífil, fenugreek (algeng jurt í kínverskum lækningafræðum), spergilkál, triphala (Ayurvedic blanda unnin úr indverskum stikilsberjum, bahera ávöxtum og suðrænum möndlum), curcumin-ríkt túrmerik, resveratrol og selen. Selen er talið gott fyrir starfsemi skjaldkirtils.
Innihald:
MORGUNHYLKI: kólínbitartrat, Altilix™ (þistilhjartaþykkni / cynara cardunculus l.), túrmerikseyði (curcuma longa), parkslide þykkni (polygonum cuspidatum), MCT olía (kókos), grænmetishylki (HPMC).
KVÖLDHYLKI: fenugreek þykkni (trigonella foenum-graecum), túnfífilþykkni (taraxacum officinale), spergilkál þykkni (brassica oleracea var. italica), triphala þykkni (indversk stikilsber / emblica officinalis, bahera ávöxtur / terminalia belerica og suðræn möndlu / terminalia chebublaion), seleninelenium., hrísgrjónamjöl, MCT olía (kókos), grænmetishylki (HPMC).
Innihald í dagskammti: Morgun: 1 hylki (% af RDS*)