Aloe vera sápan er alveg lyktarlaus sem hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð. inniheldur aðeins mild og náttúruleg efni engin kemisk efni.
Í þessari hreinu og mildu sápu eru aðeins fjögur innihaldsefni; Kókosolía, shea butter, ólífuolía, aloe vera og smá vatn.
Aloe vera er auðugt af C og E vítamínum ásamt beta karótin. Í aldaraðir hefur það verið þekkt fyrir þá eiginleika sína að vera nærandi og græðandi fyrir húðina.
Hinar náttúrulegu olíur sem auk þess eru í sápunni gera hana jafnframt mjúka og gefandi. Samspil þessara náttúrulega efna verður til þess að skapa fullkomna sápu sem hreinsar vel og nota má allsstaðar og á allra viðkvæmustu og staðina.
95 gr.