Skip to content

Sjampóduft - rósamarín & koffín

3.990 kr

Viltu fá að vita þegar varan kemur aftur?

Enn ein geggjuð nýjung frá Awake Organics og varla hægt að lofsama þetta sjampó nógu mikið. Hársápa í duftformi og virkjast þegar vatn er notað með henni, breytist úr dufti í sjampó sem freyðir vel og hreinsar hársvörðinn án þess að þurrka hann.
Hentar vel fyrir allar hárgerðir en sérstaklega fyrir veikt, skemmt (litað) og/eða þunnt hár. Hárið verður ótrúlega hreint og loftmikið.
Hársápan er eingöngu gerð úr náttúrulegum hráefnum sem hreinsa vel, en eru mild fyrir hársvörðinn.

Rósmarín olía er öflug og mikið notuð við Miðjarðarhaf til að þykkja hár. Rósmarín ilmkjarnaolía eykur blóðflæði sem gerir það að verkum að blóðflæðið eykst til hársekkjanna, styrkir þá og hárið losnar síður. Rósmarín er einnig bakteríudrepandi og bólgueyðandi og dregur þannig úr kláða og og þurrum hársverði.
Náttúrulegt koffín úr Guarana fræjum. Guarana inniheldur 4 sinnum meira koffín en kaffibaunir. Koffín eykur blóðflæði í hársverði og til hársekkja sem minnkar hárlos og stuðlar að vexti hársins.
Kókosmjólk inniheldur laurínsýru, prótein og vítamín E, B1, B3, B5 og B6. Hún er náttúruleg hárnæring sem nærir, mýkir og styrkir hárið, er mjög mild fyrir hársvörðinn.

Notkun:
Settu lítið af duftinu í lófann (ca 1/2 tsk) og 3-5 dropa af vatni og blandaðu saman (á að vera þykkt). Dreifðu því síðan á hárið og nuddaðu vel, settu meira vatn til að fá meiri froðu. Nudda, nudda, nudda. Skolaðu úr eins og venjulega.

Magn: Inniheldur 60 gr. (ca 35 þvottar)
Umbúðir: Hársápan kemur í álflösku sem er endurvinnanleg.

Helstu innihaldsefni:
100% Natural, Plastic Free Shampoo: **Sodium Cocoyl Isethionate (Mild Coconut-derived Cleanser), *^Tapioca Starch, *^Cocos Nucifera (Coconut Milk) Powder, **Coco-glucoside (Derived from Coconut and Fruit Sugars), ^Paullinia Cupana (Guarana Seed) Extract, Triticum Vulgare (Wheat Germ) Oil, Acacia Senegal (Acacia Tree) Gum, ^Citric Acid, *^Maltodextrin, *Rosmarinus Officinalis (Rosemary Leaf) Oil, *Cymbopogon Flexuosus (Lemongrass) Oil, +Citral, +Limonene, +Geraniol. (*Certified Organic Ingredient, **Biodegradable, ^Food Grade, +Occurs Naturally)