Fyrir þá sem ekki þekkja Ecoegg þá er hér um að ræða umhverfisvænt þvottaefni sem er bæði gott fyrir húðina og gott fyrir umhverfið. Hugmyndin á bak við Ecoegg kviknaði út frá persónulegri reynslu stofnandans, Dawn, sem ólst upp við exem og fann á eigin skinni hversu harkaleg hefðbundin þvottaefni geta verið fyrir viðkvæma húð.
Ákveðin í að finna mildari lausn hóf hún sína vegferð í að þróa þvottaefni sem er laust við sterk og ertandi innihaldsefna. Útkoman var Ecoegg.
Ecoegg er vottað af Allergy UK (ofnæmisfélag í Bretlandi) og hefur verið prófað og staðfest að það henti viðkvæmri húð. Sérstaklega ilmlausa Þvottaeggið, það hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera öruggt fyrir fólk með ofnæmi og exem, og hentar því vel fyrir lítil börn og fjölskyldur sem vilja bæði milt og umhverfisvænt þvottaefni.
Ecoegg er ofnæmisprófað og húðlæknafræðilega prófað. Varan er sérstaklega hönnuð til að vera mild, draga úr ertingu og koma í veg fyrir versnun einkenna hjá viðkvæmri húð.
Eitt Ecoegg dugar í allt að 70 þvotta og kostar 2.150 kr. Þegar eggið tæmist er einfalt að fylla það á aftur, og áfylling dugar í 50 þvotta og kostar 1.350 kr.
Ecoegg má nota við allt að 60°C og hentar einnig vel í handþvott, sem gerir það að sveigjanlegri og hagkvæmri lausn fyrir daglegt líf.