Náttúrulegt og Einfalt: Hvers vegna Velja Kutis?

Náttúrulegt og Einfalt: Hvers vegna Velja Kutis?

Svitalyktareyðir er hluti af daglegu lífi flest okkar og eru nú þegar margir byrjaðir að velja náttúrulega valkosti til að forðast óæskileg efni og ef að þú hefur ekki enn skipt yfir þá mælum við hiklaust með því að þú skoðir svitalyktareyðin frá Kutis.

Hvað er sérstakt við Kutis?

Kutis er lítið fyrirtæki í Bretlandi sem framleiðir snyrtivörur með eins náttúrulegum og hreinum efnum og hægt er. vörurnar þeirra eru 100% lausar við óæskileg efni eins og álklóríð, paraben, og fleira sem oft finnst í snyrtivörum eins og  svitalyktareyði.

Náttúruleg og mild innihaldsefni

Lykilhráefnin í Kutis svitalyktareyðinum eru örvarót (arrowroot) og matarsódi til að verja gegn lykt, kókosolía og sheasmjör til að næra og mýkja húðina og ilmkjarnaolíur fyrir góða og milda lykt.

Þessi samsetning er þægileg fyrir þá sem kjósa að forðast sterk lyktarefni, þar sem hún býður upp á náttúrulega vörn ásamt því að styðja við heilbrigði húðarinnar og fyrir þá sem eru með viðkvæma húð er hægt að fá Kutis án matarsóda.

Umhverfisvitund og sjálfbærni

Annar kostur við Kutis er að fyrirtækið leggur áherslu á umhverfisvitund og sjálfbærni. Umbúðirnar eru annaðhvort endurvinnanlegar eða niðurbrjótanlegar, sem hentar vel þeim sem vilja draga úr umhverfisáhrifum og er afskaplega einföld leið til að velja vistvænni lausn í daglegu lífi.

Hentar fyrir daglega notkun

Kutis er þægilegur og áhrifaríkur í daglegri notkun og heldur óæskilegri lykt í skefjum, jafnvel við líkamlega áreynslu og án þess að skilja eftir sig rákir á fötunum.

Fyrri færsla Fara aftur í News